JÓLAHLAÐBORÐ !!!!!!!!
22.11.2006 | 09:21
Já það er rétt, þetta búið að vera frekar lélegt eftir að vefstjórinn fór í orlof, en við bara bætum úr því. Já, nú er jólasukk framundan þar sem Pésarnir og frillur þeirra ætla að rústa Skíðaskálanum í Hveradölum. Þetta glens mun hefjast með fordrykk hjá kallinum kl. 17.00 þann 1.des næstkomandi og eiga menn að vera snyrtilegir til fara og hreinir. Lanferðabifreið mun síðan sækja okkur í kringum 19.00 og koma okkur á staðinn. Þar mun etið, drukkið og farið með gamanmál. Fyrsta ferð í bæinn er svo kl. 12 á miðnætti og sú seinni er kl.1.00. Svo er bara að koma sér í massastemmingu og mæta !!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.