Leiðarlok......
6.2.2008 | 19:30
Eitthvað virðist fréttaskotum vera að fækka hér á besefa að undanförnu. Stórfrétt síðasta árs var sennilega sú að Haraldas starfsmaður Pálmatrés lét gott heita og sagði upp störfum seinni parts árs 2007. Ástæður fyrir uppsögninni eru ekki kunnar að svo stöddu en aðspurður sagði hann að ekki væri loku fyrir það skotið að hann myndi dúkka jafnvel upp aftur. Við sem eftir stöndum óskum Haraldas velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Meðfylgjandi er svo mynd af þeim kumpánum Haraldas og Jomma á góðri stund. Sé ekki betur en að Jommi sé að segja sögur úr eyjum og Haraldas hlustar af athygli.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.