Öskudagur nálgast
15.2.2007 | 19:13
Öskudagslög virt að vettugi
Hér sést millistjórnandi klæddur sem úrvalsvísitölumaðurinn fara mikinn á Reykjavíkurtjörn í morgun.
Nokkuð hefur verið um það að fólk, einkum miðaldra karlmenn, hafi tekið forskot á sæluna og klætt sig í margvíslega grímubúninga og dularklæði þó enn sé tæp vika í sjálfan öskudaginn.
Vill lögregla brýna fyrir fólki að ólöglegt er með öllu að villa á sér heimildir og fara um með sníkjum og söng nema á sjálfan öskudaginn.
Voru viðurlög við slíkum brotum nýverið hert með tilkomu svonefndra Öskudagslaga og er lögreglu nú heimilt að skjóta hvern þann mann (eða hóp) á færi sem storkar samfélaginu með fíflagangi og ósæmilegum klæðskiptum og gera upptækt allt illa fengið sælgæti og sætmeti eins og það er orðað.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.